top of page

Covid-afmæli

Here we go again. Tíu manna takmarkanir og allt aftur í gamla horfið. Við erum þó saman í þessu. Ef mögulegt er að fresta afmælinu hvet ég ykkur til þess.
Að því sögðu hringdi nýlega í mig mamma, tárum næst, sem sagðist ekki geta aflýst afmæli sonar síns annað árið í röð. Þau höfðu ætlað að halda það í Rush. Börnunum sem var boðið voru ekki mörg og hún spurði hvað hægt væri að gera. 

Hér að neðan tillaga að því sem hægt er að gera í tveggja klukkustunda afmæli sem er ekki mjög dýrt og ekki flókið í undirbúningi. Fyrsta talan merkir upphaf afmælisins, sú seinni mínúturnar. 1:20 þýðir að klukkustund og 20 mínútur séu liðnar. Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

bottom of page