Covid-afmæli

Here we go again. Tíu manna takmarkanir og allt aftur í gamla horfið. Við erum þó saman í þessu. Ef mögulegt er að fresta afmælinu hvet ég ykkur til þess.
Að því sögðu hringdi nýlega í mig mamma, tárum næst, sem sagðist ekki geta aflýst afmæli sonar síns annað árið í röð. Þau höfðu ætlað að halda það í Rush. Börnunum sem var boðið voru ekki mörg og hún spurði hvað hægt væri að gera. 

Hér að neðan tillaga að því sem hægt er að gera í tveggja klukkustunda afmæli sem er ekki mjög dýrt og ekki flókið í undirbúningi. Fyrsta talan merkir upphaf afmælisins, sú seinni mínúturnar. 1:20 þýðir að klukkustund og 20 mínútur séu liðnar. Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

0:00 Létt tónlist og gestir týnast inn


Börn mæta alltaf hress og full eftirvæntingar í afmæli vina sinna. Á meðan allir týnast inn sem getur tekur allt upp í 20 mínútur getur verið gott að hafa eitthvað í boði fyrir þau. Leikstöðvar er einföld leið þar sem ýmislegt er í boði fyrir gestina. Einnig er hægt að spila tónlist og hafa helling af blöðrum sem hægt er að halda á lofti, sparka/slá á milli en einnig er hægt að strengja band þvert yfir stofuna og svo hægt sé að blaka þeim yfir.
0:15 Stoppdans


Allir dansa við tónlist en þegar tónlistin stoppar verða allir að frjósa. Ef einhver hreyfir sig dettur sá hinn sami úr leik. Leikurinn endar þegar einungis einn er eftir. Til eru fleiri útfærslur af þessum leik, t.d. væri hægt að setjast á gólfið þegar tónlistin stoppar. Sá síðasti að setjast dettur út og svo koll af kolli.
1:25 Sprengja


Skemmtilegur leikur sem gengur út á svipað og gamli góði pakkaleikurinn. Við þurfum sprengju og notum sama pakka og í pakkaleiknum á eftir. Allir sitja í hring og ólíkt pakkaleiknum þá vill maður ekki hafa pakkann í höndunum. Þegar tónlistin er í gangi keppast krakkarnir um að koma pakkanum eins fljótt frá sér og mögulegt er. Þegar tónlistin stoppar „springur” sprengjan og það barn er úr leik. Sá vinnur sem lifði af.
1:35 Pakkaleikur


Örlítinn undirbúning þarf í þennan leik. Þú finnur lítil verðlaun og pakkar þeim inní pappír (dagblöð eru mjög þægileg). Notaðu mikið límband (gott að nota kassalímband) svo erfiðara verði að opna pakkann. Þegar leikurinn hefst sitja allir saman í hring og eitt barn heldur á pakkanum. Þegar tónlistin fer í gang eiga krakkarnir að rétta pakkann sín á milli í hring og þegar tónlistin stoppar á það barn sem heldur á pakkanum að reyna að opna hann. Eftir stutta stund byrjar tónlistin aftur og pakkinn heldur áfram að ganga. Sá vinnur sem endar með verðlaunin í höndunum.
0:45 Skreyta möffins


Vertu með tilbúin möffins, jafn mörg og gestirnir. Allir þvo hendurnar og setja á sig grímu og hvert barn fær eina skeið. Á miðju borðinu eru skálar með skrauti, krem og nammi og krakkarnir verða að taka það upp með skeiðinni. Þú lætur þau merkja möffinsin á botninum, þau skreyta þau, þú tekur við þeim aftur og fá í eftirrétt. Ég viðurkenni að ég hef aldrei gert þetta áður en held að þetta sé skothelt.
1:00 Matur


Bara hafa þetta einfalt. Allir fá pizzusneið, létt tónlist undir og allir í fíling. Ég mæli með að láta krakkana bara fá safafernu, ein á mann og enginn sullar.
1:20 Borða möffins


Hér er eftirrétturinn. Skelltu kerti á möffins afmælisbarnsins, allir syngja og allir fá svo sitt möffins.
0:25 Bingó


Hið hefðbundna bingó er kannski full flókið fyrir börn að spila án aðstoðar foreldra og er háð því að þú eigir búnaðinn. Þú getur þó búið leikinn til heima. Prentaðu út autt bingóspjald sem þú finnur með því að smella á hlekkinn hér að neðan og þú lætur svo börnin fylla inn tölurnar, t.d. hægt að velja tölur frá 1-20. Þú getur skrifað tölurnar á miða og sett í skál eða tússað tölurnar á borðtenniskúlur. Einnig er hægt að nota tölur frá einum og upp í tíu og þú dregur spil úr spilastokk (taktu bara mannspilin úr stokknum). Smelltu HÉR fyrir bingóspjaldið!
1:50 Veiðiferðin


Strengdu teppi yfir hálfan hurðakarm eða festu við stóla sem standa fyrir framan. Festu einnig þvottaklemmu á band og bandið á prik. Það er veiðistöngin. Einhver fullorðinn felur sig bakvið með fullt af góðgæti og verðlaunum hjá sér. Krakkarnir fara í röð og kasta „önglinum“ yfir teppið og reyna að veiða. Sá sem á bakvið er getur leikið við krakkana, togað í bandið eins og fiskur hafi bitið á, festir smá verðlaun á þvottaklemmuna og barnið verður hæst ánægt. Þú þarft: Teppi Prik Bandspotta Þvottaklemmu ​Lítil verðlaun
2:00 Allir fara heim


Nú eru allir búnir að fá verðlaun, búnir að fá mat og eftirrétt, sprikla í leikjum og eru að fá nóg. Þá sendirðu alla heim og málið er dautt.
Fáðu aðstoð


Ef þú vilt spara þér undirbúninginn við leikina get kem ég glaður í heimsókn með töfrasýningu. Nánari upplýsingar HÉR.