Hafðu samband

Barnaafmæli.is leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Einstakar lausnir ehf., kt. 451114-0420, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

Sími: 692 2330

einar@einareinstaki.is

 • Facebook - Black Circle
einareinstaki_logo_black.png

tékklisti

Í upphafi

 • Veldu tíma og dagsetningu fyrir veisluna.

 • Bókaðu okkar viljirðu aðstoð.

 • Sendu út boðskort.

 • Finndu aðstoðarfólk.

 • Veldu leiki og undirbúðu þá.

 • Veldu matinn​.

Í vikunni fyrir afmælið

 • Keyptu það sem til þarf.

 • Útvegaðu kerti á kökuna.

 • Heyrðu í þeim foreldrum sem hafa ekki enn gefið svar um mætingu.

Daginn fyrir afmælið

 • Taktu til þar sem afmælið fer fram (þar með talið baðherbergið) en ekki þrífa, það tilheyrir frágangi.

 • Ef búið er að bóka okkur er gott að staðfesta bókunina hafirðu ekki heyrt frá okkur af fyrra bragði.

 • Þýddu frosinn mat eða undirbúðu það sem boðið verður uppá.

 • Vertu viss um að þú hafir kerti og eldfæri fyrir kökuna.

Stóri dagurinn

 • Kláraðu skipulagningu á afmælinu.

 • Festu blöðrur fyrir utan húsið.

 • Undirbúðu eða pantaðu mat.

 • Hafðu símann vel hlaðinn svo hægt sé að taka myndir.

 • Settu gæludýr í annað herbergi.

 • Settu upp og undirbúðu leiki.

 • Dragðu andann djúpt og skemmtu þér!

Eftir afmælið

 • Gangtu frá, þrífðu og taktu til. Það er fátt verra en hús í rúst eftir barnaafmæli 😉

 • Hjálpaðu barninu við að þakka fyrir gjafirnar. Það skiptir öllu máli.