veitingar

Það eru til einfaldar leiðir og ódýrar leiðir en það fer kannski sjaldnast saman. Auðveldast er að panta pizzu en talsvert ódýrara að sjóða pylsur. Krökkunum er sama en annað töluvert meiri vinna en hitt. Veldu það sem hentar þér best. 

Matur


Í afmælum er vinsælast að hafa pizzur eða pylsur. Hvað sem þú ákveður að bjóða upp á er skynsamlegt að hafa það einfalt. Lágmarks fyrirhöfn og einfalt að ganga frá. Einfaldast af öllu er að panta tilbúna pizzu. Hægt er að sækja pizzuna eða hún send heim á meðan á afmælinu stendur. Þetta er einfalt því þú þarft hvorki að elda og svo er nánast ekkert til að ganga frá. Flest börn velja pepperóní, skinku og ost á pizzuna sína. Alltaf eru einhverjir sem vilja pizzu með engu (margaríta). Fáðu upplýsingar um hvort einhver sé með matarofnæmi eða óþol. Gott er að áætla tvær til þrjár sneiðar fyrir hvert barn. Því eldri, því fleiri sneiðar. Pylsur eru líka vinsælar, mun ódýrari kostur en þó meiri fyrirhöfn.
Kökur


Í raun er ekki hægt að gera neitt vitlaust þegar þú ákveður að bjóða uppá súkkulaðiköku, tja, nema þú bakir vandræði. Í stað þess að baka köku gætir þú bakað möffins í staðinn. Hvert barn fær þá eitt möffins sem kemur í veg fyrir leiðindi ef einhver fer að rífast yfir því að Siggi hafi nú fengið meira nammi á súkkulaðikökunni sinni en maður sjálfur.
Drykkir


Krakkar elska gos en líklega viltu gefa þeim eitthvað hollara eins og hreinan ávaxtasafa. Reyndu að gera drykkinn spennandi með lituðum klökum. Það geturðu gert með því að setja matarlit í klakaboxið. Hjálpaðu börnunum að hella í glösin til þess að forðast sull.
Nasl


Krakkar elska snakk og nammi og þess vegna getur verið tilvalið að bjóða upp á slíkt í afmælinu. Kannski viltu bjóða uppá hollara nasl eins og ávexti og ídýfu. Að borða hollan mat getur verið gaman og skemmtileg tilbreyting.