undirbúningur

Góður undirbúningur er lykilatriði til að takmarka stress og þú hefur afmælið ekki hangandi yfir þér mjög lengi. Kláraðu undirbúninginn snemma og hættu að hugsa um þetta.

Að velja tíma og dagsetningu


Það eru nokkrir mikilvægir hlutir sem þarf að hafa í huga þegar dagsetning er valin. Að velja dag og stund þegar „bestu vinirnir” geta mætt er eiginlega nauðsynlegt. Best er að velja dagsetningu sem ekki lendir á hátíðardögum svo að sem flestir komist. Best heppnuðu barnaafmælin eru milli 90 og 120 mínútur, þó fer það eftir aldri gestanna, því yngri, því styttra. Ef þú ætlar að bjóða uppá mat getur verið sniðugt að byrja afmælið í kringum hádegisbil um helgar eða kaffi- eða kvöldmatarleytið virka daga.
Hverjum á að bjóða?


Það er mikilvægt að ákveða hversu mörgum gestum þú ætlar að bjóða og gæti það ákvarðast á hugrekki þínu. Afmælisbarnið gæti viljað bjóða öllum bekknum en ef bekkurinn er of stór til þess að rúmast á heimilinu þarf að velja úr, það er t.d. hægt að bjóða öllum stelpunum eða öllum strákunum í bekknum. Ef þú ákveður að halda afmælisveislu fyrir níu manns eða fleiri getur verið skynsamlegt að fá einhvern til þess að hjálpa þér. Séu börnin fleiri en t.d. 15 gæti verið gott að hafa tvo til aðstoðar. Að velja úr bekknum getur orsakað vandamál. Það gæti jafnvel farið svo að það eyðileggi afmælið fyrir þér, gestunum eða afmælisbarninu. Ef barn í bekknum á erfitt með hegðun sína, biddu þá foreldra barnsins um að koma og hjálpa til. Þú getur þá slegið tvær flugur í einu höggi. Hvað sem þú og afmælisbarnið ákveðið að gera, ekki skilja einstakling eða lítinn hóp útundan! Fyrir leikskólabörn mælum við með að bjóða jafn mögum vinum aldur barnsins segir til um plús einn gestur til viðbótar. Fyrir barn í grunnskóla er það meira flexible. Vertu bara viss um að skilja ekki einn eða tvo bekkjarfélaga útundan.
Boðskort


Ef öllum bekknum er boðið er þægilegast að afhenda boðskortin í skólanum. Nauðsynlegt er að fá leyfi kennara til þess. Hann þarf þá að ákveða hvaða tími skóladagsins hentar best. Flestir skólar hafa þá reglu að bjóða má í afmæli í skólanum ef öllum í bekknum er boðið eða öllum af sama kyni. Ef bekknum er ekki öllum boðið þarf að afhenda boðskortin utan skóladagsins. Fræddu barnið líka um það að tala ekki mikið um afmælið í skólanum sé ekki öllum boðið, þá finnur enginn að einhver sé skilinn útundan. Vertu viss um að það komi fram í boðskortinu hvers vegna kortið er sent (Jón, 8 ára), hvenær afmælið hefjist og ljúki, símanúmer forráðamanna og tölvupóstfang ef þú vilt, staðsetning afmælisins er svo algjör nauðsyn. Best er að senda boðskortið sex dögum fyrir afmælisboðið. Sé það sent fyrr er hætta á að afmælisgestirnir komi viku á undan áætlun. Gefðu því helst allavega eina viku, ekki meira en tvær samt. Þá er nægur tími til að velja gjöf en of stutt í afmælið til að gleyma því ekki.
Staðsetning


Besti staðurinn til þess að halda afmæli er þitt eigið heimili. Til þess að vera viss um að húsið verði ennþá í lagi eftir afmælið er hægt að velja ákveðið svæði þar sem krakkarnir mega vera og önnur svæði heimilisins eru lokuð. Slökktu ljósin á lokaða svæðinu og lokaðu hurðum eða læstu. Þú getur jafnvel hengt upp miða á þá staði sem ekki má fara á. Vertu þó viss um að salernið sé laust 😉. Bráðsnjallt er að hafa nokkrar blöðrur fyrir utan húsið, jafnvel neðst í götunni svo gestirnir sjái strax hvar afmælið er haldið, sérstaklega í fjölbýlishúsum. Að halda afmælið utandyra getur verið gaman og öðruvísi en það getur verið mjög áhættusamt þar sem veðrið á Íslandi er afar fjölbreytilegt. Ef hugmyndin er að halda afmælið utandyra er nauðsynlegt að hafa varaplan!
Hvernig get ég haldið afmæli án þess að ærast?


Plís undirbúðu með fyrirvara. Það tekur álagið og stressið frá ykkur og allt verður skemmtilegra. Biddu um aðstoð. Talaðu við vini, ættingja eða foreldra annarra barna og biddu um aðstoð í afmælinu. Einn fullorðinn fyrir hver 7 börn er góð þumalputtaregla. Skiptu verkum milli ykkar. Einhver stýrir leikjum, annar sér um matinn, sá þriðji um tiltekt.
Go big or go home gildir ekki í afmælum


Það skiptir máli að krakkarnir hafi eitthvað fyrir stafni en ekki hafa of mikið í boði. Ég hef farið í afmæli sem voru sturluð! Fjölbreytni er góð en ekki troða of miklu í tveggja tíma afmæli. 20 bestu vinir barnsins þíns þurfa ekki að gera glímmer-slím um leið og þau eru búin að fá andlitsmálningu og töfrasýningu. Veldu bara tvo til þrjá leiki og hafðu þetta einfalt.
Settu budget


Kostnaðurinn við barnaafmæli safnast hratt upp svo veldu upphæð áður en þú byrjar að skipuleggja og haltu þig við það. Það er auðveldast að hugsa um þetta sem verð per barn. Veltu fyrir þér hvað er eðlilegt að verja í kostnað fyrir hvert barn með tilliti til matar, drykkja, köku, leikja og fleiri þátta. Björn Bragi sagði á twitter: Barnaafmæli þegar ég var krakki: -Pizza og leikir Barnaafmæli í dag: -Skreytingar fyrir 180 þúsund, marsipanafsteypu af afmælisbarninu og myndatökur þar til öllum líður illa Ekki falla í þessa gryfju.
Samvinna


Leyfðu afmælisbarninu að taka þátt í undirbúningnum. Það er ekki bara gaman heldur getur barnið lært heilmikið af því. Það er tækifæri fyrir foreldra að tengjast barninu á annan hátt og skapar góðar minningar.
Hversu langt á afmælið að vera?


Fyrir fjögurra til sjö ára eru tveir tímar meira en nóg. Eldri krakkar skemmta sér best í tveggja til þriggja tíma löngu afmæli. Vertu bara viss um að þau hafi nóg fyrir stafni. Við viljum frekar að krakkarnir fari heim og vildu vera lengur en að þau séu búin að fá nóg.