undirbúningur
Hér að neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Einnig er hér tékklisti sem hægt er að styðjast við.
Að velja tíma og dagsetningu
Hverjum á að bjóða?
Það er mikilvægt að ákveða hversu mörgum gestum þú ætlar að bjóða og gæti það ákvarðast á hugrekki þínu. Afmælisbarnið gæti viljað bjóða öllum bekknum en ef bekkurinn er of stór til þess að rúmast á heimilinu þarf að velja úr, það er t.d. hægt að bjóða öllum stelpunum eða öllum strákunum í bekknum. Ef þú ákveður að halda afmælisveislu fyrir níu manns eða fleiri getur verið skynsamlegt að fá einhvern til þess að hjálpa þér. Séu börnin fleiri en t.d. 15 gæti verið gott að hafa tvo til aðstoðar. Að velja úr bekknum getur orsakað vandamál. Það gæti jafnvel farið svo að það eyðileggi afmælið fyrir þér, gestunum eða afmælisbarninu. Ef barn í bekknum á erfitt með hegðun sína, biddu þá foreldra barnsins um að koma og hjálpa til. Þú getur þá slegið tvær flugur í einu höggi. Hvað sem þú og afmælisbarnið ákveðið að gera, ekki skilja einstakling eða lítinn hóp útundan!
Boðskort
Ef öllum bekknum er boðið er þægilegast að afhenda boðskortin í skólanum. Nauðsynlegt er að fá leyfi kennara til þess. Hann þarf þá að ákveða hvaða tími skóladagsins hentar best. Flestir skólar hafa þá reglu að bjóða má í afmæli í skólanum ef öllum í bekknum er boðið eða öllum af sama kyni. Ef bekknum er ekki öllum boðið þarf að afhenda boðskortin utan skóladagsins. Fræddu barnið líka um það að tala ekki mikið um afmælið í skólanum sé ekki öllum boðið, þá finnur enginn að einhver sé skilinn útundan. Vertu viss um að það komi fram í boðskortinu hvers vegna kortið er sent (Jón, 8 ára), hvenær afmælið hefjist og ljúki, símanúmer forráðamanna og tölvupóstfang ef þú vilt, staðsetning afmælisins er svo algjör nauðsyn. Best er að senda boðskortið sex dögum fyrir afmælisboðið. Sé það sent fyrr er hætta á að afmælisgestirnir komi viku á undan áætlun.
Staðsetning
Besti staðurinn til þess að halda afmæli er þitt eigið heimili. Til þess að vera viss um að húsið verði ennþá í lagi eftir afmælið er hægt að velja ákveðið svæði þar sem krakkarnir mega vera og önnur svæði heimilisins eru lokuð. Slökktu ljósin á lokaða svæðinu og lokaðu hurðum eða læstu. Þú getur jafnvel hengt upp miða á þá staði sem ekki má fara á. Vertu þó viss um að salernið sé laust 😉. Bráðsnjallt er að hafa nokkrar blöðrur fyrir utan húsið, jafnvel neðst í götunni svo gestirnir sjái strax hvar afmælið er haldið, sérstaklega í fjölbýlishúsum. Að halda afmælið utandyra getur verið gaman og öðruvísi en það getur verið mjög áhættusamt þar sem veðrið á Íslandi er afar fjölbreytilegt. Ef hugmyndin er að halda afmælið utandyra er nauðsynlegt að hafa varaplan!
Hvernig get ég haldið afmæli án þess að ærast?
Go big or go home gildir ekki í afmælum
Settu budget
Samvinna
Hversu langt á afmælið að vera?