Hafðu samband

Barnaafmæli.is leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Einstakar lausnir ehf., kt. 451114-0420, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

Sími: 692 2330

einar@einareinstaki.is

  • Facebook - Black Circle
einareinstaki_logo_black.png

leikir

Leikir eru nauðsynlegir í barnaafmælum. Veldu nokkra leiki hér að neðan. Ekki er nauðsynlegt að hafa verðlaun fyrir sigurvegarann en veljir þú það að hafa verðlaun er um að gera að hafa þau lítil og ódýr t.d. sleikipinna, blöðru eða aðra smáhluti. Gott er að gefa öllum verðlaun þegar leikjum lýkur.

Blöðrukeppni

Skiptu börnunum jafnt í tvö til þrjú lið. Þú lætur þau standa í beinni röð og lætur fremsta barnið fá eina blöðru. Ef börnin hafa aldur til getur leikurinn hafist á að þau blási blöðruna upp. Ef ekki þarf að vera búið að blása blöðrurnar upp. Leikurinn gengur svo út á að rétta blöðruna næsta manni fyrir aftan fyrir ofan haus. Þegar blaðran er kominn á aftasta mann á að koma henni fremst aftur með því að rétta hana í gegnum klofið. Það lið sem kemur blöðrunni fremst aftur vinnur.

Hægt er að bæta ýmsu við leikinn, t.d. væri hægt að enda leikinn öðruvísi. Þegar blaðran er komin fremst þarf að sprengja hana. Liðið sem sprengir hana fyrst sigrar.

Stoppdans

Allir dansa við tónlist en þegar tónlistin stoppar verða allir að frjósa. Ef einhver hreyfir sig dettur sá hinn sami úr leik. Leikurinn endar þegar einungis einn er eftir.

Til eru fleiri útfærslur af þessum leik, t.d. væri hægt að setjast á gólfið þegar tónlistin stoppar. Sá síðasti að setjast dettur út og svo koll af kolli.

Pakkaleikur

Örlítinn undirbúning þarf í þennan leik. Þú finnur lítil verðlaun og pakkar þeim inní pappír (dagblöð eru mjög þægileg). Notaðu mikið límband (gott að nota kassalímband) svo erfiðara verði að opna pakkann. Þegar leikurinn hefst sitja allir saman í hring og eitt barn heldur á pakkanum. Þegar tónlistin fer í gang eiga krakkarnir að rétta pakkann sín á milli í hring og þegar tónlistin stoppar á það barn sem heldur á pakkanum að reyna að opna hann. Eftir stutta stund byrjar tónlistin aftur og pakkinn heldur áfram að ganga. Sá vinnur sem endar með verðlaunin í höndunum.

Sprengja

Skemmtilegur leikur sem gengur út á svipað og pakkaleikurinn. Einnig er sniðugt að fara í sprengju áður en farið er í pakkaleikinn, þá er hægt að nota pakkann sem sprengju. Allir sitja í hring og ólíkt pakkaleiknum þá vill maður ekki hafa pakkann í höndunum. Þegar tónlistin er í gangi keppast krakkarnir um að koma pakkanum eins fljótt frá sér og mögulegt er. Þegar tónlistin stoppar „springur” sprengjan og það barn er úr leik. Sá vinnur sem lifði af.

Brestur í blöðru

Þessi leikur er frábær fyrir eldri börn.
Bittu uppblásna blöðru við ökkla hvers barns. Kveiktu svo á tónlist sem allir geta dansað við. Um leið og tónlistin er stoppuð eiga börnin að reyna að sprengja blöðrur annnarra með því að stíga á hana. Á sama tíma þarf hver og einn að pasa upp á að enginn sprengi sína blöðru. Þegar blaðra springur dettur barnið úr leik. Sá síðasti sem hefur ósprungna blöðru við ökklann vinnur. 

Lumar þú á skemmtilegum leik? Sendu okkur hann í forminu hér fyrir neðan.