Askasleikir og fjölskyldan hans koma til byggða nokkrum sinnum á ári og heilsa upp á börn og fullorðna, ganga á milli fólks og gefa sér góðan tíma fyrir myndatökur. Þau eru vön í stjórnun jólaballa og stuttum (eða lengri) atriðum fyrir hópa, bæði innan- og utandyra. 

Fjölskyldan spilar á fjölda hljóðfæra, kann næstum því öll jólalögin og sum þeirra kunna töfrabrögð.

Við vorum að setja upp nýja vefsíðu fyrir fjölskylduna þar sem fá má meiri upplýsingar.

​Jólasveinar við öll tilefni get ég sagt ykkur!