top of page
_MG_9573_1.jpg

Barnaafmæli.is vinnur náið með þeim Askasleiki, Kertasníki og Grýlu. Þetta eru jólasveinarnir. Þau koma reglulega til byggða og heilsa upp á börn og fullorðna, ganga á milli fólks, gefa sér góðan tíma fyrir myndatökur, eru þaulvön veislustjórnun og stuttum (eða lengri) atriðum fyrir hópa, bæði innan- og utandyra. 

Askasleikir er auðvitað uppáhalds sonur Grýlu og uppáhalds jólasveinn allra landsmanna.

KOMA EKKI AF FJÖLLUM

Þetta var orðið svo umfangsmikið hjá jólasveina-fjölskyldunni að Einar Aron setti upp sérstaka vefsíðu fyrir þau. Þau bjóða uppá allt sem þarf  ef þú vilt jólasvein fyrir jólaballið, í fjölskylduboðið, í heimsóknir, í bekkinn, í leikskólann, á íþróttaæfinguna, í afmælið o.s.frv.

 

Einar Aron töframaður lagði sig fram við að kenna Askasleiki töfrabrögð og góða framkomu, Grýla hefur komið til byggða í að verða 20 ár samfleytt og Kertasníkir spilar í hljómsveit milli nýárs og jóla. Betri fjölskylda í verkið er því vandfundin.

​Þú sérð hvað er í boði og getur bókað jólasveinana á vefsíðu Askasleikis.

Gunnar

Vá hvað krakkarnir voru megaaaaa þakklát! Held að þetta sé fyrsta skiptið þar sem Mikael er ekki hræddur við jólasvein.

Berglind

Takk kærlega fyrir okkur kæri Askasleikir. Þetta var stórkostlegt og þú færð mín bestu meðmæli!

Gleðileg jól.

Unnur

Hjartans þakkir fyrir komuna, virkilega skemmtileg.

Gleðilega hátíð.

Atli

Takk fyrir okkur, þetta verður lengi geymt hjá litla í minningarbankanum, fór beint í það að skrifa bréfið.

bottom of page