barna
afmæli!
hér er allt um
hafðu
þetta
einfalt
Afmælisdagur barnsins þíns er sérstakur og þú vilt hafa afmælið eins eftirminnilegt og hægt er. Skipulagning afmælisins getur verið yfirþyrmandi, sérstaklega ef maður hefur ekki skipulagt afmæli áður. Á barnaafmæli.is eru góðir punktar sem gott er að hafa í huga við skipulagninguna. Með því að skipuleggja allt snemma minnkar þú hausverkinn þegar fer að líða að stóru stundinni.
viltu aðstoð?
Hæ! Ég heiti Einar Aron og er töframaður. Ég hef áralanga reynslu af því að skemmta í barnaafmælum og svo er ekki langt síðan ég var barn sjálfur. Á síðunni er ég búinn að taka saman mína uppáhalds leiki, bæði sem ég hef séð eftir að hafa töfrað í hundruðum barnaafmæla en líka leikir sem ég elskaði þegar ég var lítill. Ég setti líka inn upplýsingar um undirbúninginn og veitingar. Ef þig kvíðir fyrir því að hafa ofan af fyrir krökkunum geturðu haft samband við mig og ég sé um það fyrir þig.
SLAKAÐU Á
Haltu stresslausa afmælisveislu og slakaðu með barninu þínu.
Ég kem og held uppi fjöri í allt að tvo tíma. Þú ræður hve mikinn þátt þú tekur og ég dekka þig!
PAKKI EITT
20 mínútna löng töfrasýning sem einkennist af miklum húmor í bland við skemmtileg töfrabrögð.
PAKKI TVÖ
40 mínútna löng töfrasýning. Skemtileg töfrabrögð og börnunum kennt skemmtilegt töfrabragð.
PAKKI ÞRJÚ
Frábært í tveggja tíma langt afmæli. Dagskráin er 90 mínútur, töfrar, blöður, leikir og svo margt annað.
Þú sérð bara um veitingarnar.

Ástrós Signýjardóttir
Mikið ofsalega varstu skemmtilegur og atriðin þín flott. Þetta var mjög krefjandi áhorfendahópur en þú leystir erilinn þeirra af stakri snilld og leyfðir þeim að taka þátt af einlægni og gleði. Afmælisbarnið er algjörlega í skýjunum. Kærar þakkir enn og aftur fyrir komuna til okkar og til hamingju með að vera með svona frábært starf!

Aron Hinriksson
Þetta er það sem ég hef leitað að frá því að krakkarnir voru litlir.
LÆKA SÍÐUNA TAKK 😅
VILTU AUGLÝSA HÉR?
Lógóið þitt og/eða aðrar upplýsingar á forsíðunni og eina skilyrðið að þetta tengist börnum.
Hafðu samband í forminu neðst á síðunni fyrir nánari upplýsingar.